Heimaæfing - 22. apríl

Við ætlum að æfa okkur í að halda á lofti næstu tvær vikurnar fram að hefðbundnum æfingum þegar að við fáum að byrja aftur. Jafnvel þó einhverjum finnist hann ekki góður í því þá skiptir það máli að æfa sig til þess að bæta tilfinninguna fyrir boltanum og hafa betri stjórn á honum. Mín ósk er sú að allir nái að bæta sitt eigið met frá deginum í dag þar til að við hittumst. Við erum einunings í keppni við okkur sjálf - Æfingin skapar meistarann!

3-6. flokkur

Við ætlum að byrja á að halda á lofti með því að skipta boltanum á milli fóta í hverri snertingu. Eftir það ætlum við að reyna að bæta metið okkar. Áskorunin er að reyna að ná eins mörgum Trix-um og þið getið úr þessu myndbandi.

Tækniæfingar eru góðar þegar við erum ein að æfa en það er líka hægt að bæta sig varnarlega. Hér eru nokkrar einfaldar en góðar æfingar.

6-7. flokkur

Við ætlum að læra að halda á lofti. Sumir eru lengra komnir en aðrir en flestir eru bara rétt að byrja. Hér er gott myndband sem kennir okkur skref fyrir skref hvernig við getum lært það.

Það er mikilvægt að halda áfram að æfa sig og hér eru nokkrar góðar hreyfingar. - Ég er mjög spenntur að sjá hvað þið hafið bætt ykkur mikið tæknilega þegar ég sé ykkur aftur!

8. flokkur

Það er heldur krefjandi að ætla fara halda boltanum á lofti. En við ætlum þess í stað að rifja upp skemmtilegan leik sem við fórum einu sinni í sem heitir Teningatækni spilið. Við þurfum að fá systkyni eða foreldri með okkur. Áhöldin eru: bolti, teningur, blað og penni.

Peppmyndband

Virgil Van Dijk er talinn einn besti varnarmaður í heimi og það er hægt að læra mikið með því að fylgjast með honum.


Athugasemdir