Grenivíkurvöllur er heimavöllur Íþróttafélagsins Magna. Þegar að félagið komst upp í næstefstu deild var reist stúka fyrir tímabilið 2018. Ákveðið var að sætin skyldu vera 372 talsins sem er sami fjöldi og allir íbúar Grýtubakkahrepps. Það hefur tíðkast að fólk leggi í kringum völlinn og heyrist þá hátt í þriðja tug bílaflautuleikara þegar að Magni á skot í átt að marki andstæðingsins. Austan megin við völlinn er æfingavöllur yngriflokkastarfsins sem er á stærð við 8-manna völl. Árið 2020 var tekin í notkun nýtt aðstöðu- og félagsheimili sem jafnframt er kallað Magnahúsið. Þar sameinast Björgunarsveitin Ægir og Íþróttafélagið Magni undir eitt þak. Í hluta Magna er búningsaðstaða, snyrtingar fyrir áhorfendur og félagsaðstaða.
Gunnar Guðmundsson tók þessa mynd af Grenivíkurvelli sumarið 2019.
Viðar Júlíusson tók þessar myndir af Grenivíkurvelli sumarið 2017.
Lóðasamningur - 1928
Viðbótarlóð - 1932