Hér að neðan má sjá dagskrá sem við ætlum að reyna miða við fyrir ferðina á Höfn. Íþróttafélagið sér okkur fyrir bíl og pítsaveislu eftir leikinn. Inga María og Anton fara með krökkunum en ég verð tekinn upp í á Egilsstöðum. Við gistum í skólanum, þau börn sem fyrir eru á Höfn mega koma og gista einnig en þá þarf að láta okkur vita sem fyrst. Foreldraráð Magna sér fyrir morgunmat. Krakkarnir þurfa að taka dýnu með sér í ferðina ásamt sundfötum og öllum öðrum nauðsynlegum búnaði. Ekki gleyma takkaskóm! Ég vil biðja krakkana um að koma vel nestuð og með vasapening fyrir sundi, millimálum og kvöldmat.
Mánudagur
13:00 – Brottför frá Íþróttamiðstöðinni
14:15 – Stutt stopp á Mývatni
16:30 – Sund á Egilstöðum
19:00 – Borðað kvöldmat á Djúpavog
21:00 – Komin á gististað á Höfn
Þriðjudagur
9:00 - Morgunmatur
10:30 – Mæting á Sindravelli klár í upphitun
11:00 – Sindri – Magni
12:30/13:00 – Pítsahlaðborð á Höfn handa krökkunum
13:30 – Lagt afstað heim – Nokkur stutt stopp á heimleiðinni
Miðvikudagur og fimmtudagur
Æfingar - Tímasetningar koma inn síðar
Föstudagur
Frí
Laugardagur og sunnudagur
Króksmót á Sauðárkróki - Mikilvægt að láta vita sem fyrst ef einhver kemst ekki þar sem við greiðum mótsgjaldið í dag
6. flokkur: Baldur, Hilmar, Haraldur, Jón Barði, Siggi, Smári, Svavar og Tryggvi
7. flokkur: Ágúst, Angantýr, Bjartur, Gylfi, Kristófer, Sindri og Valtýr
Athugasemdir