Fullt nafn: Viktor Már Heiðarsson
Gælunafn: Oftast kallaður Vik en ef þú ert vinur Danna þá ertu kallaður ýmsum nöfnum
Aldur: 20
Hjúskaparstaða: lausu
Vinna/skóli: Vinna
Eftirminnilegur leikur með Magna: Útileikirnir á móti Keflavík og Haukum í fyrra voru góðir
Uppáhalds drykkur: Vatnið eða rauður collab
Uppáhalds matsölustaður: Ginger
Hvernig bíl áttu: Kia Rio
Hver er lélagastur í reit: held ég þurfi að henda Tomma Arnars undir rútuna þar, hann þarf einfaldlega að bæta sig
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: La casa de papel (Money heist)
Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Hot Blood með Kaleo er gott
Átrúnaðargoð í æsku: Gerrard/Puyol
Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Úff hreyfa sig bara og chilla vel
Fyndnasti liðsfélaginn: King tommi fær þetta
Besti samherji: Bjarni Aðalsteins
Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Sigurður Donys var erfiður viðureignar á æfingum stundum
Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: Myndi alltaf taka Ísland - Austurríki í stúkunni aftur
Sætasti sigurinn: Úti á móti Víking Ó seinasta sumar, þó ég hafi farið meiddur útaf
Mestu vonbrigðin: Tap á móti KR í vító íslandsmótinu í 3. flokk
Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Alex.Ivan7
Uppáhalds lið í enska: libbararnir
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Daníel Hafsteins
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar binni beilaði á mikilvægan leik til þess að fara í brúðkaup með gellu/veikur
Besta bíómyndin: Dark Night
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Danna hann myndi elda eitthvað gott og passa að það yrði nóg að gera, tæki binna fyrir náttúrulegu gáfurnar, hann myndi koma okkur úr þessu veseni. Tæki líka Bjarna til að nota þennan stóra og góða haus/heila, hann er líka fínn gæji.
Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Gary martin og félagar taka þetta í ÍBV
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Fyrsti mfl. Leikurinn minn var 5-2 sigur á móti Magna.
Athugasemdir