Hin hliðin - Jakob

Fullt nafn: Jakob Hafsteinsson

Gælunafn: JJ (Jay-Jay), Jobbi, Kobbi

Aldur: 27 (f.1992)

Hjúskaparstaða: Í sambúð

Vinna/skóli: Skóli

Eftirminnilegur leikur með Magna: ÍR úti 2018, Siggi Marinó hélt okkur uppi og sendi ÍR niður í leiðinni okkur og Leiknismönnum til mikillar gleði. Ég var reyndar ekki með því ég hafði viðbeinsbrotnað nokkrum leikjum áður en eg studdi mína menn frá bekknum.

Uppáhalds drykkur: Blár Gatorade er eitthvað annað þegar maður er þyrstur

Uppáhalds matsölustaður: Sem betur fer fyrir mig er McDonalds ekki a Íslandi, ég væri sennilega 250kg

Hvernig bíl áttu: Honda HRV (Naggrísinn)

Hver er lélagastur í reit: Ég held að Gauti fá þennan titil er minnst bestur. Hann á reyndar alveg ótrúlega takta inn á milli.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Big Bang Theory

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Sama hvað þessu ungu vitleysingar segja þá er rokk best fyrir leiki. AC/DC eru mínir menn og You shook me all night long með þeim betri.

Átrúnaðargoð í æsku: Ronaldinho

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Heimaleikfimi er heilsubót!

Fyndnasti liðsfélaginn: Verst að Addison Villa er hættur, hann átti þennan titil skuldlaust en Stubburinn er alltaf klár með gott comeback, hann fær þetta.

Besti samherji: Stubburinn fær þetta líka. Af núverandi liðsfélögum hef ég spilað með (og á móti) honum lengst. Hvort sem ég er í vörn eða á miðju er ég alltaf safe með hann fyrir aftan mig. Ég og Lalli Jessen (Þýska k-vélin) Tengdum líka vel. Hann fylgir fast á eftir.

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Hilmar Árni Halldórsson og Danni bróðir (held hann hafi skorað í öllum leikjum sem við mættumst)

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: United - Chelsea 2008 í Meistaradeildinni. Geggjaður sigur, Drogba rekinn útaf og Terry rann. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Sætasti sigurinn: Ég er rosalega lélegur að muna eftir leikum en 2-1 sigurinn í Ólafsvík í fyrra var sætur vinnu sigur sem fór lang með að halda okkur í deildinni.

Mestu vonbrigðin: Viðbeinsbrot 2018. Handleggsbrot 2019. Nára vesen 2020. Hef alltof lítið verið með síðustu ár

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Það er einhver af ungu strákunum, Vic líklegur

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Daníel Hafsteinsson

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: það var enginn betri en Prime Ronaldinho

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekkert sem kemur upp í hugann en ég held ég gleymi seint hjólhestaspyrnu markinu hans Lalla í Njarðvík

Besta bíómyndin: Empire Strikes Back

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Stubb til að láta menn aðeins heyra það, Gauti gæti örugglega búið til einhvern mótor á bát ef ekki þá gæti El Baz synt í land

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Ef Magni vinnur þetta ekki þá taka ÍBV þetta

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef gist á heimavelli Bolton á leikdegi


Athugasemdir