Hin hliðin - Fannar Örn

Fullt nafn: Fannar Örn Kolbeinsson

Gælunafn: Vinirnir nýttu sér skammstöfunina og kalla mig FÖK eða Fökarinn

Aldur: 28 ára í maí

Hjúskaparstaða: Í sambúð

Vinna/skóli: Starfa hjá lögreglunni Norðurlandi eystra og stunda nám við Háskólann á Akureyri

Eftirminnilegur leikur með Magna: Skrifaði undir fyrr á þessu ári, svo leikirnir eru rétt að byrja

Uppáhalds drykkur: Það er misjafnt eftir vikudögum.

Uppáhalds matsölustaður: Er mikill Saffran maður. Það vantar alveg á Akureyri

Hvernig bíl áttu: VW Polo, ekki merkilegra en það

Hver er lélagastur í reit: Er hluti af eldri reitnum. Ekkert nema gæði þar. Einhver af kjúklingunum fær þennan titil.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Carnival de Paris, HM lagið 1998

Átrúnaðargoð í æsku: Paragvæ fanginn Ronaldinho

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Það þarf ekki mikið pláss né búnað til að hreyfa sig eitthvað, þannig klárlega hreyfa sig daglega, ekki borða nammi eða snakk endalaust og heyra í fjölskyldu og vinum.

Fyndnasti liðsfélaginn: Menn hlægja yfirleitt að Tomma

Besti samherji: Ég er með nýrri mönnum í liðinu og er enn að kynnast hópnum.

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Sennilega árið 2014 á móti ÍA í 1. deild upp á Skaga, þegar þeir stilltu í 4-4-2 með Garðar Gunnlaugs og Hjört Hjartar upp á topp. Þar spiluðu gæði og reynsla frábæran sóknarleik.

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: United – Bayern 1999.

Sætasti sigurinn: Erfitt að nefna einn sérstakan, en að vinna derby match er alltaf gaman

Mestu vonbrigðin: Að falla niður um deild

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Er ennþá að kynnast mönnum, en geri ráð fyrir að bræðurnir Rúnar og Ágúst hati ekkert að greiða sér

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gary Martin er líklegur til að setja inn 20 mörk í sumar, tökum hann úr eyjum og sign him up

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Hef áður sagt Ronaldinho en ég er mikill Cristiano Ronaldo maður. Hann fær titilinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eitt sinn var ég á þjóðhátíð og lenti í því að RÚV tekur viðtal við mig á einum tímapunkti. Ekki frásögu færandi nema hvað að í sjónvarpinu stendur nafnið Fjalar, en ekki Fannar. Eftir þetta erum að fara að spila gegn ÍR í Reykjavík. Ég þekki vallar þulinn vel og þegar hann kynnir okkar lið til leiks, kallar hann í hátalarakerfið “númer 6, Fjalar þjóðhátíðargestur!”

Besta bíómyndin: Er mikill Marvel maður

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki með mér Baldvin Ólafsson og Steinþór Má Auðunsson. Tvo lífsreynda survivors. Svo líklegast einhvern af kjúklingunum, því það mun alltaf einn gefast upp á endanum og úr því fáum við kjötveislu.

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Ég ætla að skjóta á ÍBV.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hendi ekki hverju sem er út í cosmosið.


Athugasemdir