Hin hliðin - Björn Rúnar

Fullt nafn: Björn Rúnar Þórðarson

Gælunafn: Spice, Sjúddi, Siddi, Spútti, (nefndu það)

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Vinna/skóli: MA

Eftirminnilegur leikur með Magna: Hef nú varla spilað fyrir félagið en sá leikur sem er mér efst í huga sem áhorfandi er Þór-Magni þar síðasta sumar þegar við eiginlega skemmdum fyrir Þór að komast upp í Pepsi

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max (helst limea)

Uppáhalds matsölustaður: Five Guys

Hvernig bíl áttu: Subaru Forester (Magnetinn)

Hver er lélagastur í reit: Sennilega Nonni frændi en hann er ný kominn aftur úr frjálsunum

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ætli það sé ekki bara Friends

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Greased lighting með INAP og Tjuven

Átrúnaðargoð í æsku: Luis Suárez

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Taka gott chill og hreyfa sig reglulega

Fyndnasti liðsfélaginn: Stubbur er hrikalega ofarlega á blaði en Tom er annars öflugur

Besti samherji: Höfðinginn

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: þegar ég var yngri var Stefán Ómar erfiður að eiga við

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: Ísland-England á EM

Sætasti sigurinn: verða íslandsmeistari í 3.flokki B-liði gegn Fjölni eða í 4.flokki einnig gegn Fjöln

Mestu vonbrigðin: Fara ekki til Spánar í æfingaferðina

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Gústi Púst er aðeins skoða sig fyrir leiki

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Svein Margeir Hauksson (Drekann) úr KA

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þetta er kannski ekki skemmtilegt atvik en ég hef tapað fótboltaleik 0-17. Það var hrikalegt

Besta bíómyndin: Gladiator

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gústa Púst ef hann tekur gítarinn með sér, Stubb til varnar og Stóra Dogg því chillið með Stóra Dogg er vanmetið.

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Magni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Sennilega skorað jafn mörg sjálfsmörk og mörk


Athugasemdir