5-6. flokkur
Við ætlum að enda heimaæfingarnar á mínum uppáhalds þjálfara á netinu Thomas Vlaminck! Æfingarnar í hverju myndbandi byrja einfalt og flækjast alltaf meira.
Æfing nr. 5 - Æfing nr. 6 - Æfing nr. 7 - Æfing nr. 8
6-7. flokkur
Við ætlum einnig að gera tækniæfingar frá Tómasi. Ég minni síðan aftur á að núna er góður tími til þess að kenna krökkunum að reima skóna.
8. flokkur
Hér ætlar ungur strákur að sýna okkur hvaða æfingar við getum gert heima.
Peppmyndbönd - Eitt létt og eitt þungt
Fyrir elstu krakkana sem hafa mikinn áhuga á að vita meira um leikfræði í knattspyrnu mæli ég með að horfa Tifo Football inn á Youtube. Þar er leikfræði og aðrir þættir settir upp í teikningar á skiljanlegan hátt. Í þessu myndbandi eru bornar saman hugmyndafræðin hjá tveim af bestu þjálfurum heims. Guardiola v Klopp: Possession v Space.
Við förum fagnandi inn í hefðbundnar æfingar og því tilvalið að horfa á nokkur skemmtileg fögn!
Athugasemdir