Bjarni bestur og efnilegastur

Bjarni Aðalsteinsson og Gunnar Örvar Stefánsson
Bjarni Aðalsteinsson og Gunnar Örvar Stefánsson

Lokahóf Íþróttafélagsins Magna fór fram á laugardagskvöld. Magni hélt sér uppi á ævintýranlegan hátt með sigrum í síðustu tveim leikjunum og þar með sætið í Inkasso-deildinni að ári tryggt. Þetta er jafnframt besti árangur í sögu félagsins en Magni hafði aðeins einu sinni áður leikið í næst efstu deild, árið 1979 þar sem neðsta sætið varð niðurstaðan.

Bjarni Aðalsteinsson var valinn besti og efnilegasti leikmaðurinn. Bjarni lék alla 22 leikina í sumar og var liðinu afar mikilvægur.

Gunnar Örvar Stefánsson var markahæsti leikmaður liðsins með 9 mörk í sumar þrátt fyrir að hafa misst úr nokkrum leikja vegna höfuðhögga.

Reimar Helgason var valinn Magnamaður ársins en hann hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til fjölda ára. Hann hefur nú störf sem framkvæmdastjóri Þórs og óskum við Magnamenn honum velfarnaðar á nýjum stað.


Athugasemdir