Alexander og Kristján semja

Alexander Ívan Bjarnason og Kristján Már Guðmundsson skrifuðu undir samninga við Magna á víkinni.
 
Lexi spilaði 20 leiki fyrir okkur síðasta sumar og stóð sig virkilega vel, það er því mjög sterkt að Lexi verði áfram á víkinni. Lexi er 22 ára miðjumaður.
 
Kristján Már er ungur og efnilegur leikmaður sem er uppalinn í Þór og færði sig yfir í KA í 3. flokki. Kristján hefur glímt við meiðsli er hann sleit krossband í hné 2019, hann er óðum að koma til baka og verður vonandi kominn á fullt í sumar. Kristján er 20 ára sóknarmaður.
 
Alexander Ívan Bjarnason
 
 
Kristján Már Guðmundsson
 
 
Jón Helgi og Alexander Ívan
 
Gísli Gunnar og Kristján Már

Athugasemdir