Stefnumót KA í 6. fl - Íslandsmót í 5. fl

6. flokkur - Stefnumót KA 15. maí

Stefnumót KA fer fram núna á laugardaginn og sendum við frá okkur eitt Magnalið! 

Angantýr, Ágúst, Bjartur, Kristófer, Sindri og Valtýr Máni verða fulltrúar okkar. Ég fékk það í gegn eftir erfitt Goðamót að keppa í slakasta styrkleikanum. Leikjaplan birtist vonandi fljótlega og kem ég því á ykkur um leið. Liðið verður þjálfaralaust og því bið einhvern foreldra um að fylgja þeim eftir á mótinu og sjá til þess að við eigum glaðan dag :)

 

7-8. flokkur - Stefnumót KA 22. maí

Krakkarnir í 7. og 8. flokk keppa viku síðar og vildi ég aðeins minna ykkur á að taka daginn frá! Frekari upplýsingar koma í vikunni fyrir mótið.

 

5. flokkur - Íslandsmót

Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins erfitt að skipuleggja leiki sumarsins eins og nú. Það hafa líklega aldrei verið fleiri að æfa inn á Akureyri frá okkur og einnig verið að spila með KA eða Þór í um 5-6 mismunandi liðum. Þjálfarinn er einnig með marga flokka á sinni könnu. Covid-19 er síðan rjóminn ofan á tertuna. Ég bið ykkur því um að sýna því skilning að það er nánast ómögulegt að finna dagsetningar fyrir leiki þar sem að allir komast auk þess sem aðkomulið/við sjálf getum ekki skellt okkur hvaða dag sem er í langferðalög.

Hér kemur listi yfir leiki sumarsins á Íslandsmótinu og athugasemd með hverjum þeirra. Það getur gerst að dagsetning breytist síðar á einhverjum leik:

Sun. 16. maí - Þór2 - Magni - Við ætlum að reyna að spila þennan leik virkan dag í maí

Sun. 30. maí - Magni - Höttur - Líklega spilaður í hádeginu á Akureyri (völlurinn slæmur undan vetri) lau. 29. maí

Mán. 7. júní - Fjarðabyggð - Magni

Mán. 14. júní - Magni - Sindri

Mán. 21. júní - KA3 - Magni - Við munum reyna að spila þennan leik einhvern annan virkan dag í sumar/maí

Fös. 25. júní - Magni - Kormákur/Hvöt - Spilum þennan leik upp úr hádegi sama dag (mfl. spilar kl. 16)

Mið. 11. ágúst - KA2 - Magni - Helst vonandi óbreytt

Þri. 17. ágúst - Magni - Völsungur - Mun að öllum líkindum breytast

Lau. 21. ágúst - KF/Dalvík - Magni - Mun líklega breytast

 


Athugasemdir