Við ætlum aðeins að hrista upp í hlutunum og breyta til. Æfingarnar sem ég set fyrir í dag eru markmannsæfingar. Ef að einhverjir iðkendur vilja alls ekki gera æfingarnar mæli ég með að reyna að ná betri völdum á fyrri æfingum sem við höfum gert - Eldri hópur / yngri hópur. Krakkarnir ætla að fá systkyni eða foreldri með sér til þess að gera æfingarnar. Áður en við byrjum viljum við búa okkur til gott pláss og færa öll verðmæti, best er að vera inn í bílskúr eða fara einfaldlega út! Gott er að hafa dýnu.
3-4. flokkur
Unglingarnir eru undantekning í dag en þau hafa unnið í Core (styrkar) og þrek æfingum hingað til. Því ætla þau í dag að gera tækniæfingar með bolta. Þetta eru tíu miserfiðar æfingar sem þið reynið að ná stjórn á. Eftir að þið hafið lokið tækninni endum við þetta á plankaæfingum.
5-6. flokkur
Conor O'Keefe verður þjálfarinn okkar í dag. Hann er breskur markmaður sem spilar sem atvinnumaður og hann er með nokkur góð ráð og æfingar. Fyrst ætlum við að gera fyrirbyggjandi teygjur en hann útskýrir vel afhverju það er mikilvægt fyrir markmenn í upphafi myndbandsins, teygjurnar sjálfar byrja á 3:00 mínútu. Æfingarnar sem hann gerir eru framkvæmdar úti. Það er auðvelt að útfæra þær þannig að þær séu betri innanhúss, t.d. er hægt að kasta boltanum í átt að krökkunum í stað þess að sparka boltanum og sleppa því að kasta í veggina. Þið reynið að klára allar æfingarnar. Hefst á 3:25.
6.-7. flokkur
Við ætlum að gera æfingar fyrir markmenn sem eru að taka sín fyrstu skref í markinu. Mikilvægt er á þessum aldri að börn læri á líkamann og ná góðri stjórn á eigin hreyfingum. Því geta æfingar sem þessar hjálpað til við það. Æfingarnar eru einfaldar og vel útskýrðar. Krakkarnir gera æfingar nr. 1-12 en sleppa æfingu nr. 10. Æfingarnar koma í röð.
8. flokkur
Yngstu krakkarnir ætla að æfa sig líka í marki. Skemmtilegt getur verið að byrja á að rúlla boltanum á milli okkar eins og við höfum verið að gera á æfingum í vetur. Hægt er að setja skó á mitt gólfið/miðjan ganginn og 'keppast við' að reyna að hitta skóinn með boltanum. Við ætlum síðan að gera 4 fyrstu af einfaldari æfingunum sem eldri krakkarnir eru að gera. Æfingarnar koma í röð.
Peppmyndbönd
Hér má sjá nokkur flott tilþrif hjá markmönnum í fremstu röð
Athugasemdir