Hnátumót, leikur og frí

Miðvikudagur

Magni - KF/Dalvík í 5. flokki á Grenivíkurvelli kl. 13:30

Magni mætir nágrönnum okkar á morgun en ekki fékkst leyfi fyrir að spila með eldri leikmönnum í þessum leik. Því fá aðrir óvænt tækifæri! Mæting er kl. 13:10 tilbúin í upphitun. Liðið: Bjarni, Elmar, Hrafnkell, Jasmín, Gabríel, Jóhann, Jón Barði, Olgeir og Tómas. Sigurður, Smári og Svavar mega einnig mæta en erfitt að lofa því að þeir fái spilatíma.

Hnátumót/Íslandsmót á Grenivíkurvelli frá kl. 15.00 til ca. 18:00

Magni heldur utan um B-keppni Íslandsmóts í 6. flokki kvenna. Fáum við Dalvík, KA3, Kormák/Hvöt og Tindastól í heimsókn til okkar. Ég vil biðja stelpurnar að taka með KA treyju þar sem þær gætu þurft að hjálpa KA3 á mótinu. Mæting er kl. 14:40 tilbúin í upphitun. Liðið: Aníta, Bríet, Inga Lóa, Inga Sóley, Ísey og Móa.

Magni Tv stefnir á að sýna 5. flokks leikinn og Hnátumótið í beinni útsendingu á Youtube-rás sinni.

Frí hjá öðrum þennan dag. Vil biðja alla iðkendur að mæta í stúkuna kl. 15:30 þar sem við ætlum að hvetja stelpurnar áfram á mótinu með trommum og látum. Svo er hægt að leika sér á æfingavellinum þess á milli.

Fimmtudagur

5., 6. og 7. flokkur - kl. 15.00-16.15

7. og 8. flokkur - kl. 16.15-17.15

 

 


Athugasemdir