3-6. flokkur
Við ætlum að auka á þrekið og hlaupa stóran hring í kringum Grenivík. Þegar að við höfum klárað að hlaupa ætlum við að rölta upp á sparkvöll og halda áfram að æfa okkur í því að halda boltanum á lofti. Hér eru nokkur trix sem skemmtilegt er að ná tökum á, æfingarnar eru miserfiðar.
Fyrst við erum upp á sparkvelli ætlum við að leggja boltann á mismundandi staði og taka aukaspyrnur. Reynum að æfa okkur áfram í mismunandi skottækni eins og við gerðum á síðustu æfingu.
6-7. flokkur
Nú erum komið að næsta skrefi í því að halda boltanum á lofti. Í þessari æfingu sýnir þjálfarinn okkur hvað það getur verið gott að láta boltann boppa á milli og þannig getum við náð betri völdun á honum.
Þegar að við erum búin að þessu ætlum við upp á sparkvöll að taka aukaspyrnur. Æfum okkur að taka 3-5 skot í hvert horn. Ef við erum að æfa með foreldri er gott að segja þeim áður en þið skjótið hvert þið eruð að miða.
8. flokkur
Við erum ekki ennþá klár í að halda á lofti! En við ætlum að gera nokkrar krefjandi tækniæfingar. Unnið er í 20 sekúndur í hverri æfingu og hvíld í 10 sek. Það er allt í góðu að verja meiri tíma í æfingarnar og hvíldina.
Peppmyndband
Aukaspyrnur er fín æfing fyrir þá sem vilja æfa sig aukalega sjálfir. Hér eru nokkur flott mörk sem krakkarnir geta reynt að líkja eftir.
Athugasemdir