Áfram höldum við með heimaæfingarnar! Krakkarnir geta alltaf gert fleiri æfingar en ég er að setja þeim fyrir. Þau geta til að mynda skoðað fleiri myndbönd og æfingar á netinu eða reynt að spreyta sig við æfingar sem ætlaðar eru eldri aldurshópum. Annars hvet ég þau til þess að vera dugleg að hreyfa sig og að fara út á hverjum degi.
5.-6. flokkur
MySoccerForU.com er vefsíða sem að Kristófer Sigurgeirsson, UEFA-A þjálfari bjó til þar sem að það koma inn nýjar tækniæfingar á hverjum degi. Krakkarnir reyna að ná tökum á öllum æfingum dagsins!
6.-7. flokkur
Hér má sjá góðar tækniæfingar fyrir krakkana. Æfingarnar sjálfar hefjast á 0:56 inn í myndbandið. Hvet þau sem eiga auðvelt með æfingarnar að reyna við æfingarnar fyrir eldri krakkanna.
8. flokkur
Þá ætla foreldrarnir að bregða sér í hlutverk þjálfarans! Myndbandið er frá æfingu hjá U6 ára börnum þar sem þið fylgjið honum og hans fyrirmælum.
Leikfræði
Kai Havertz er líklega næsta stórstjarna Þýskalands. Myndbandið sýnir að mestu mikilvægi þess að horfa í kringum sig og staðsetja sig út frá því hvar boltinn er líklegur til rata síðar meir. Hvet elstu iðkendurnar til þess að horfa á myndbönd eins og þessi til þess að bæta sig.
Verkefni dagsins
Setja í athugasemd uppáhalds/eftirminnilegt mark sem þú heldur upp á.
Athugasemdir