N1 mótið 3. - 6. júlí
Þrítugasta og þriðja N1 mót KA fer fram síðar í þessari viku og verða því æfingar ekki með hefðbundnu sniði á miðvikudag og fimmtudag. Við munum reyna að hafa eina sameiginlega æfingu fyrir yngsta hópinn seinnipart vikunnar, nánar auglýst síðar. Magni sendir frá sér eitt lið á mótið og verðum við Í E-keppni. N1 mótið er stórt og mikið mót þar sem dagskráin utan leikjanna skiptir ekki síður máli fyrir krakkana. Við höfum ekki verið nógu dugleg að nýta okkur það síðustu ár og vil ég hvetja foreldra til þess að fylgja liðinu og fara með þeim í mat, sund, kvöldvöku og fleira sem í boði er. Þessi Facebook-hópur verður helgaður mótinu fyrir okkar Magnalið. Hópurinn: Aníta, Birgir, Gabríel, Hilmar, Inga Sóley, Jóhann, Jón Barði, Móa, Olgeir og Tómas.
Mánudagur
7. flokkur - 15.00-16.00
8. flokkur - 16.00-16.45
5. og 6. flokkur - 16.45-17.45
Þriðjudagur
7. flokkur - 15.00-16.00 - 7. flokkur var veitt háttvísisverðlaun KSÍ á Smábæjarleikunum og langar mig til þess að biðja þau um að mæta aftur kl. 17.30 í Magnapeysunni í myndatöku með Meistaraflokknum
5. og 6. flokkur - 16.00-17.30 - Fyrri hluti æfingarinnar verður inn í Móberg á efri hæð skólans þar sem við ætlum að leikgreina eigin frammistöðu úr leik KA - Magni sem og að renna yfir taktík fyrir N1 mótið
Miðvikudagur
Kl. 12.35 - Magni - Valur 5 - Völlur 10
Kl. 17.15 - Magni - Breiðablik 9 - Völlur 12
Fimmtudagur
Kl. 12.40 - Magni - Afturelding 4 - Völlur 5
Kl. 16.45 - Magni - Haukar 4 - Völlur 7
Kl. 19.05 - Magni - Keflavík 4 - Völlur 9
Föstudagur
Kl. 12.05 - Magni - Selfoss 4 - Völlur 11
Kl. 15.30 - Bíó - Borgarbíó - Salur A á myndina Men in Black: International
Kl. 18.05 - Leikur í úrslitakeppni
Laugardagur
Leikið um sæti
Tveir leikir. Undanúrslit- og úrslitaleikur
Þegar að tækifæri gefst í sumar ætla ég að hafa auka kvöldæfingu fyrir þau elstu og bjóða krökkum úr 3. og 4. flokk með og spila á aðalvellinum á stórum velli.
Athugasemdir