Hin hliðin - Ingólfur Birnir

Fullt nafn: Ingólfur Birnir Þórarinsson

Gælunafn: Höfðinginn

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Föstu

Vinna/skóli: MA

Eftirminnilegur leikur með Magna: 8-1 tap á móti Fylki. Erfitt að gleyma því sennilega

Uppáhalds drykkur: Burn 

Uppáhalds matsölustaður: Akinn

Hvernig bíl áttu: Subaru legacy (arfleiðin)

Hver er lélagastur í reit: Rúnar 100%

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Run to the hills

Átrúnaðargoð í æsku: Mamadou Sakho

Hvað mælir þú með að gera heima á meðan samkomubannið stendur yfir? Detta á sleða

Fyndnasti liðsfélaginn: Stubburinn er mikill neðanbeltis húmoristi og það er erfitt að halda brosinu frá þegar að hann kemst í gírinn

Besti samherji: Naglinn

Erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt: Sölvi Snær hefur verið erfiður í gegnum yngriflokkana

Ef þú gætir séð einhvern fótboltaleik úr fortíðinni aftur núna í fyrsta sinn. Hvaða leikur væri það: Ísland-Austurríki á em

Sætasti sigurinn: Þegar að við pökkuðum Fjölni saman í úrslitunum í fjórða flokki

Mestu vonbrigðin: Að fara ekki í æfingaferðina

Hvaða liðsfélagi eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn: Baz er alltaf að skoða boddýinn

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gussan eða Tarfinn úr Þór

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var að dæma á stefnumóti og ég flautaði brot þegar að strákurinn sem brotið var á var búinn að skjóta og þegar að ég tók flautuna úr munninum þá var boltinn í markinu en markið stóð ekki og hann skoraði ekki úr aukaspyrnunni.

Besta bíómyndin: Deadpool

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Steina dogg til þess að synda heim og ná í hjálp og svo Oddgeir og Nonna frænda til þess að halda uppi stemmningunni á meðan við bíðum aftur hjálpinni sem Dogg fór að ná í

Hvaða lið vinnur 1. deildina í ár: Magni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Það er ekki til myndband af mér skora mark í leik


Athugasemdir